| Sf. Gutt

Viljum hafa bikarinn áfram!

Liverpool heldur vörn sinni á Deildarbikarnum áfram í kvöld þegar Swansea mætir til leiks á Anfield. Brendan Rodgers vill hafa bikarinn sem lengst í vörslu Rauða hersins. Hann reiknar þó með því að breyta liðskipan sinni talsvert frá grannarimmunni við Everton á sunnudaginn.

,,Við erum að berjast á mörgum vígstöðvum um þessar mundir. Segja má að við séum að þokast upp fjallið. Við erum enn með í keppni sem félagið vann á síðasta ári. Það hefur okkur tækifæri. Leikmennirnir eru samheldnir og liðsandinn öflugur. Það gefur okkur tækifæri til að halda leikmönnunum vel vakandi með því að gefa þeim færi á að spila í mikilvægum leikjum fyrir okkar hönd. Við erum með bikarinn hérna og við höfum engan áhuga á að gefa hann auðveldlega frá okkur. "

Liverpool vann Deildarbikarinn í áttunda skipti á síðasta keppnistímabili eftir eftirminnilegan sigur á Cardiff City á Wembley. Það er ekki gott að segja hversu margir af þeim, sem léku þann leik, verði valdir til að halda vörn titilsins áfram í kvöld. Vonandi munu þeir sem klæðast rauðu treyjunni standa sig. 

  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan