| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Liverpool er á botni deildarinnar og Englandsmeistararnir mæta í heimsókn. Erfiðara verður það varla. Reyndar er nú ekki marktækt þó Liverpool sé neðst eftir einn leik þegar flest hin leiðin hafa leikið tvo leiki en það væri ömurlegt að vera í neðsta sæti þegar þessari umferð lýkur á morgun. Brendan Rodgers mátti horfa upp á slæman skell í fyrsta deildarleiknum um síðustu. En nú verður að ganga betur!  

                                                            


                                                                          
                                                                      Liverpool v Manchester City

Aðalmálið hjá Liverpool er hver, fyrir utan Luis Suarez og einstöku sinnum Steven Gerrard, á að skora mörkin? Ég sá nýja sóknarmanninn Fabio Borini í fyrsta sinn í tapleiknum á móti West Brom og hann heillaði mig ekki. Það verður að gefa Brendan Rodgers stjóra Rauðliða tíma til að koma lagi á hlutina og ég vona að honum gangi vel í því en staðreyndin er sú að stuðningsmenn Liverpool ætlast til þess að liðið þeirra vinni hvern einasta leik. Eða í það minnsta reyni að vinna hvern einasta leik. Minna má á að Roy Hodgson fékk ekki tíma á Anfield og álagið þar er mikið.

Ég myndi segja að þó Joe Allen sé góður leikmaður þá er ég ekki viss um að það hafi verið sérstök þörf fyrir hann. Það þarf að fá einhvern til að spila í sókninni með Luis. Allir sem sáu Liverpool spila á síðasta ári vita að þeir þurfa einhvern við hlíðina á Luis. Einhvern til að spila með honum og eins til að leggja til sinn skerf af mörkum. Ef maður lítur á Liverpool nú þá held ég að vandamálið frá síðasta ári sé enn til staðar. Liðið spilar vel og ræður gangi mála en það vantar mörk.

Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Liverpool og þá ekki síst eftir byrjunina á leiktíðinni. Þetta er sannkallaður stórleikur og reyndar er heimsókn Manchester City stórleikur leiktíðarinnar fyrir alla. City rétt náði að klára Southampton í síðustu viku og það mátti greina nokkra veikleika í vörninni og það þýðir að einhver lið reyna örugglega að skoða veikleikana og reyna að færa sér þá í nyt. 

Ég verð á Anfield á sunnudaginn og ég ætla að spá jafntefli. Joe Hart, markmaður City, átti stórleik þar á síðustu leiktíð þegar liðin mættust og bjrgaði stigi. Ég held að sama útkoma verði nú og þá. 

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Þetta er fyrsti deildarleikur Liverpool á Anfield á leiktíðinni.

- Liverpool er nú í neðsta sæti deildarinnar.

- Tap Liverpool fyrir W.B.A. var það stærsta í fyrstu umferð frá árinu 1937.

- Liverpool tapaði þá 6:1 fyrir Chelsea.

- Manchester City er Englandsmeistari og bætti Samfélagsskildinum í safnið á dögunum eftir 3:2 sigur á  bikarmeisturum Chelsea. 

- Liverpool og Manchester City mættust fjórum sinnum á síðustu leiktíð. Liverpool tapað aðeins einum af leikjunum sem var deildarleikurinn í Manchester. Tvívegis var jafnt og Liverpool vann einn leik. Það var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan