| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þá er komið að síðasta leik þessa viðburðarríka keppnistímabils. Það hefur gengið á ýmsu og ekki er allt búið enn. Liverpool er sem stendur í sjötta sæti en liðið getur enn komist upp um eitt sæti og það gefur aðgöngumiða í Evrópudeildina. Liverpool þarf sigur og Tottenham þarf að misstíga sig en einu stigi munar á liðunum. Jafntefli gæti dugað Liverpool ef Spurs tapar. 

Líklega hugsa stuðningsmenn Liverpool hlýlega til Gerard Houllier framkvæmdastjóra Aston Villa og ekki er ólíklegt að nafn hans verði kyrjað í stúkunni þar sem þeir verða staðsettir. Gerard hefur verið frá vinnu vegna veikinda síðustu vikurnar. Alls óvíst er um framtíð hans hjá Aston Villa en það er vel mögulegt að hann muni láta af störfum núna eftir að keppnistímabilinu lýkur. Góðu fréttirnar eru þær að Kenny Dalglish er við hestaheilsu:-)

                                                             

                                                                          
                                                                      Aston Villa v Liverpool

Frábær útisigur á Arsenal í síðustu viku sýndi eitt öðru fremur um Aston Villa og það var að þeir gerðu frábær kaup í Darren Bent. Þegar hann var keyptur virtist kaupverðið heldur hátt. En núna þegar sést hversu vel hann hefur staðið sig og hversu mjög Sunderland hefur saknað hans, sést að þetta voru kjarakaup. Ég held að Villa muni ná einhverju út úr leiknum því þeir ætla sér að enda leiktíðina vel óg það þrátt fyrir óvissuna með framtíð Gerard Houllier.

Liverpool hefur verið á góðu skriði hjá Kenny Dalglish en ég verð að segja að liðið var yfirspilað, og þá sérstaklega á miðjunni, í síðustu viku. Þess vegna er liðið í vandræðum í sambandi við fimmta sætið. En í nóvember og desember held ég að stuðningsmenn Liverpool hefðu talið að verið væri að bjóða upp á kraftaverk ef þeim hefði verið boðið að Liverpool myndi enda í sjötta sæti í maí. Með það í huga er það enginn heimsendir fyrir stuðningsmenn Liverpool þó liðið missi af sæti í Evrópudeildinni. Auðvitað vildu þeir frekar vera með í keppninni en ég held þessi leikur endi með jafntefli. 

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool er nú í sjötta sæti deildarinnar.

- Liverpool vann fyrri leik liðanna 3:0 á Anfield.
 
- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.

- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með fimmtán mörk.

- Brad Friedel, markmaður Aston Villa mun spila sinn 400. deildarleik ef allt gengur eftir. Hluta af þeim leikjum spilaði hann með Liverpool og Blackburn Rovers. 

- Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Aston Villa stýrði Liverpool til þriggja titla fyrir tíu árum.

- Hann er nú frá verkum í kjölfar veikinda en Gary McAllister sem lék með Liverpool fyrir tíu árum stjórnar liðinu í forföllum hans.
 
- Liverpool náði ekki að skora í síðasta leik en fyrir hann hafði liðið skorað eitt eða fleiri mörk í síðustu átján deildarleikjum.

- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu umferð deildarinnar síðan liðið tapaði 2:1 fyrir Chelsea á Stamford Bridge vorið 2003. 
  

                                                                             Síðast!





Liverpool vann einn af sorglega fáum útisigrum á leiktíðinni. Allt leit út fyrir markaleysi í snjókomu og kulda, á Villa Park, rétt fyrir þar síðustu áramót. En Fernando Torres skoraði frábært mark í blálokin og tryggði Liverpool sætan sigur. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan