| Sf. Gutt

Andy ánægður með frumraunina

Hinn rándýri Andy Carroll lék loksins sinn fyrsta leik með Liverpool í gær gegn Manchester United. Hann var mjög ánægður með frumraun sína þótt hann hefði nú ekki komið mikið við sögu. En hvernig er hægt að byrja feril sinn betur með Liverpool en í sigurleik á móti Manchester United?

,,Ég var spenntur á bekknum og vonaðist eiginlega, frá því leikurinn hófst, til að komast inn á. Nú er ég búinn að spila minn fyrsta leik og ég get ekki beðið eftir næsta leik. Stuðningur áhorfenda við mig var alveg ótrúlegur. Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir frá því ég samdi við félagið. Þeir voru meira að segja alveg magnaðir þegar ég var að hita upp. Stemmningin var alveg ótrúleg og var með því besta sem ég hef upplifað."

Mikill fögnuður braust út þegar Andy kom inn á og það er langt um liðið frá því skipting varamanns hefur framkallað jafn mikinn fögnuð á Anfield Road.

,,Ég var alveg í skýjunum með að komast inn á og geta farið að spila aftur. Þetta var frábært að komast út á völlinn og úrslitin gerðu það enn skemmtilegra. Dirk skoraði þrennu sem var mjög gott fyrir hann en mér fannst allir strákarnir spila frábærlega vel."

Andy Carroll lét svo sem ekki mikið að sér kveða í leiknum eftir að hann kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var ekkert undarlegt enda lék hann síðast með Newcastle United í lok síðasta árs.  


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan