| Heimir Eyvindarson

Gaman að mæta í vinnuna

Steven Gerrard segir að Kenny Dalglish hafi fært Liverpool gleðina á ný. Fyrirliðinn er súr yfir því að Torres skyldi vilja fara, en hefur fulla trú á því að Suarez og Carroll geti fyllt skarð hans.

,,Ég var mjög svekktur þegar Fernando sagðist vilja fara. Ég var eiginlega alveg í rusli, en ég er ekki í fýlu út í hann. Ég hef spjallað við hann síðan og ég veit að við verðum áfram vinir."

,,Ég náði góðu sambandi við Fernando, bæði innan vallar sem utan. Það var mjög gaman að spila með honum og ég mun aldrei gleyma því sem hann gerði fyrir félagið."

,,Hann skilur eftir frábærar minningar. Nú er hann kominn í annað lið og það er vissulega leiðinlegt, en það þýðir ekki að ég ætli að hætta að tala við hann, eða fara að gagnrýna hann opinberlega."

,,Fernando er klár náungi. Hann skilur vel að ég er ekki sáttur við hans ákvörðun, þótt ég virði hana. Hann skilur líka að aðdáendur Liverpool hafa snúið við honum baki. Þeir eru auðvitað ekki sáttur við að missa góðan liðsmann." 

,,Mér leist satt að segja ekkert á blikuna þegar ég frétti að Torres væri á förum og það væru bara örfáir dagar til stefnu, að finna einhvern í staðinn fyrir hann. En ég verð að taka ofan fyrir nýju eigendunum. Þeirra framganga undir lok félagaskiptagluggans var aðdáunarverð, svo ekki sé meira sagt. Mér líst mjög vel á bæði Suarez og Carroll og ég held að þeir eigi eftir að gera góða hluti fyrir okkur."

Gerrard tekur líka ofan fyrir Kenny Dalglish, sem hann segir að hafi fært öllum á Anfield gleðina á ný.

,,Kenny er frábær. Það er allt annar andi hjá liðinu núna en fyrr í vetur. Breytingin er eiginlega ótrúleg. Menn eru farnir að hafa trú á því sem þeir eru að gera og það eru allir brosandi og kátir. Það hefur ekki verið svona góð stemning hjá okkur í mörg ár. Það er orðið gaman að mæta í vinnuna aftur."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan