| Sf. Gutt

Fer Paul Konchesky aftur til Fulham?

Möguleiki er á því að Paul Konchesky fari aftur til Fulham. Forráðamenn Liverpool og Fulham hafa rætt þann möguleika ef heimildir enskra fjölmiðla eru réttar. Paul hefur alls ekki vegnað vel frá því Roy Hodgson keypti hann síðasta sumar frá sínu gamla félagi.

Kenny Dalglish hefur enn ekki notað Paul eftir að hann tók við og ekki þykir líklegt að svo verði. Martin Kelly hefur haldið stöðu hægri bakvarðar og Glen Johnson er vinstra megin þó réttfættur sé.

Liverpool getur ekki selt Paul til annars félags en Fulham því reglur kveða á um að sami leikmaður geti ekki leikið með nema tveimur félögum í sömu deild á sama keppnistímabilinu. Paul var búinn að spila einn leik með Fulham áður en Liverpool keypti hann. Hann hefur hingað til leikið 18 leiki með Liverpool. 

Í gærkvöldi sat Paul uppi í stúku og fylgdist með leik Liverpool og Fulham á Anfield. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan