| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það virðist loksins komið að því að Liverpool spili leik þegar von er á Úlfunum á Anfield annað kvöld. Vetrarhörkur hafa sett strik í reikninginn hjá Liverpool og liðið hefur ekki leikið frá því um miðjan mánuðinn. Þetta hefur þó haft í för með sér að leikmenn Liverpool hafa fengið jólafrí sem ekki gefst hjá knattspyrnumönnum á Bretlandseyjum.

Eftir þetta góða frí þá gerum við stuðningsmenn Liverpool þá kröfu að liðið sýni stórleik og vinni stórsigur. Það hlýtur bara að vera að liðið geti sýnt stórleik eftir svona góða hvíld. Þetta ár hefur verið erfitt fyrir alla sem tengjast Liverpool og annað kvöld gefst færi á að enda árið með tilþrifum. Við eigum skilið að sjá almennilegan leik og stórsigur! 

                                                             Liverpool v Wolverhampton Wanderes

Wolves er ekki með nógu gott lið til að hafa efni á að gefa mótherjum mark í forskot hvað þá tvö eins og gegn Wigan um helgina. Liverpool hefur átt frí og því hafa leikmenn getað hvílst og hrist meiðsli af sér. Steven Gerrard er búinn að vera nokkuð lengi frá og hann er örugglega æstur í að spila á nýjan leik. Það eru ekki góð tíðindi fyrir Wolves.
 
Spá: 3:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- David Ngog hefur skorað átta mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.

- Liverpool hefur ekki leikið leik frá því 15. desember.

- Tveimur síðustu leikjum liðsins hefur verið frestað vegna vetrarríkis.

- Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum á Anfield.

- Liverpool hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína í deildinni. 

- Úlfarnir reka lestina í deildinni.

                                                                                    Síðast!

Liðin leiddu saman hesta sína á öðrum degi jóla. Liverpool vann nokkuð öruggan sigur 2:0 en mátti hafa fyrir honum. Steven Gerrard skoraði fyrra markið sem fallegum skalla og Yossi Benayoun bætti öðru marki við. Stuðningsmenn Liverpool bættu jólaskapið með sigrinum!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan