| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Liverpool hefur nú leikið fjóra leiki án sigurs og sú staðreynd er ekki til að róa stuðningsmenn liðsins. Það má vera að óraunhæft sé að ætlast til að allt gangi smurt þegar nýr framkvæmdastjóri tekur við en stuðningsmenn Liverpool vilja sjá eldmóð og kraft frá liðinu sínu. Það er nú ekki verið að biðja um meira í bili! 

                                                                     Liverpool v Blackpool

Allir vita að það er ekki allt í lagi hjá Liverpool. Vandamálin innan vallar, nú um stundir, snúast þó um leikmennina og nýja framkvæmdastjórann sem er að koma sér fyrir í starfi.  Þrátt fyrir vandamál liðsins þá ætti að gefast góður möguleiki á sigri því Blackpool gefur jafan mörg færi á sér hvort sem er heima eða úti og þess vegna spái ég heimasigri.

Ekki misskilja mig því mér finnst Blackpool hafa leikið mjög vel á þessu keppnistímabili. Mér finnst flott hvernig liðið hans Ian Holloway leikur upp á sigur. Það þýðir nefnilega ekkert að mæta í Úrvalsdeildina og pakka alltaf í vörn. Lið verða að vera sókndjörf því hver sigur er mikilvægur. Þetta hefur liðið gert en ég held að Tangerines ráði ekki við þennan leik og svo er Fernando Torres að sækja í sig veðrið fyrir Liverpool með hverri vikunni sem líður. 

Spá: 3:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.

- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.

- Liverpool hefur einungis unnið einn deildarleik á keppnistímabilinu.

- Sem stendur er Liverpool nú einu stig frá fallsæti.

                                                                                   Síðast!
 Liðin mættust síðast á síðustu öld.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan