| Sf. Gutt

Hneyksli!

Liverpool féll, í kvöld, út úr Deildarbikarnum á hneykslanlegan og niðurlægjandi hátt eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Northampton sem leikur í neðstu deild!

Leiknum lauk með jafntefli 2:2 eftir framlengingu en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma. Northampton vann 4:2 í vítaspyrnukeppni. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór leikurinn fram á Anfield Road! 

Þetta tap telst líklega næst mesta skömm félagsins. Aðeins 2:1 tap fyrir utandeildarliði Worcester City árið 1959 má telja verra! Himnarnir grétu á Anfield!

Gangur mála verður ekki frekar rakinn hér!

Liverpool: Jones, Kelly, Kyrgiakos, Agger, Wilson, Pacheco (Ince 105. mín.), Leiva, Spearing, Jovanovic (Eccleston 91. mín.), Babel (Shelvey 100. mín.) og Ngog. Ónotaðir varamenn: Hansen, Amoo, Wisdom og Robinson.
 
Mörk Liverpool: Milan Jovanovic (9. mín.) og David Ngog (116. mín.).

Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppni: Jonjo Shelvey og Daniel Agger. David Ngog og Nathan Eccleston misnotuðu sínar spyrnur.

Northampton Town: Dunn, Johnson (Wedderburn 87. mín.), Holt, Tozer, Davis, Rodgers (Herbert 80. mín.), Gilligan, Thornton, Osman, Jacobs og Mckay (Guinan 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Walker, Harris, Slowe og Kaziboni.

Mörk Northampton: Billy Mckay (56. mín.) og Michael Jacobs (98. mín.).

Mörk Northampton í vítaspyrnukeppni: Kevin Thornton, Liam Davis, Michael Jacobs og Abdul Osman

Gul spjöld: Thornton, Rodgers og Davis.
 
Áhorfendur á Anfield Road: 22. 577.
 
Maður leiksins: Enginn! Hver ætti það svo sem að vera eftir svona niðurlægingu.

Roy Hodgson: Það eina sem ég get er að óska Northampton til hamingju og biðja alla afsökunar.

                                                                                   Fróðleikur

- Milan Jovanovic skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.

- David Ngog skoraði í sjöunda sinn á leiktíðinni. 

- Brad Jones, Danny Wilson, Jonjo Shelvey og Tom Ince léku í fyrsta sinn með Liverpool.
 
- Liverpool hefur aldrei fallið úr leik áður í bikarkeppni fyrir liði úr fjórðu deild!

- Liverpool hefur aldrei áður tapað vítaspyrnukeppni á Anfield.

- 22. september 2010 mun hér eftir flokkast sem einn svartasti dagur í sögu Liverpool Football Club.

  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan