| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Landsleikjahrinan er að baki og aðeins einn leikmaður Liverpool liggur eftir það best er vitað. Ekki dugar annað en að koma sér strax í gang því það er mikil törn framundan. Á morgun mætir Liverpool liði sem hefur verið erfiður ljár í þúfu síðustu árin. 

                                                                     Birmingham City v Liverpool

Ég held að þessi leikur muni gefa okkur góða vísbendingu um hvernig Liverpool kemur til með að spila á útivöllum á þessari leiktíð. Kannski gefa úrslitin ekki endilega vísbendingu en það verður fróðlegt að sjá hvers konar leikkerfi Roy Hodgson ætlar að nota. Mun hann stilla upp í vörn eða ætlar hann að láta liðið spila sóknarleik. Mun hann frekar hugsa um að vinna en að koma í veg fyrir tap?

Roy hlýtur að stefna á sigur í leik á borð við þennan ef Rauðliðar ætla að vera í baráttu um þetta fjórða sæti. Geri liðið það, og höfum í huga að Birmingham var heppið að vinna Blackburn í síðasta heimaleik, þá tel ég að gestirnir muni vinna þennan leik. 

Spá: 0:2.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur spilað sjö leiki á leiktíðinni. Enginn leikmaður hefur tekið þátt í öllum leikjunum.

- David Ngog hafði spilað alla fram að leiknum við W.B.A.

- Síðustu sex deildarleikjum Liverpool og Birmingham hefur lokið með jafntefli. 

- Birmingham hefur ekki tapað í síðustu sextán deildarleikjum á heimavelli sínum.

- Liverpool hefur aðeins skorað tvö mörk í þremur deildarleikjum.

                                                                                   Síðast!



Liðin skildu jöfn 1:1 á St Andrews á páskadag. Steven Gerrard skoraði mark Liverpool.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan