| Sf. Gutt

Allir saman!

Glen Johnson átti sinn besta leik frá því í haust í gær gegn Sunderland. Hann skoraði eitt mark og það meira að segja með vinstri auk þess að leggja upp eitt. Ekki má svo gleyma öllum rispunum sem hann tók fram völlinn.

Glen segir mikla samstöðu í herbúðum Liverpool. Allir þar séu ákveðnir í að ná fjórða sætinu í deildinni sé þess nokkur kostur.  

"Trúin er til staðar og ef hún er ekki fyrir hendi þýðir ekkert að spila þessa leiki. Strákarnir standa þétt saman og það sama má segja um starfsliðið. Allir stefna að sama marki. Ég held að okkur takist þetta."

Glen Johnson skoraði annað mark Liverpool og sitt þriðja á leiktíðinni. Markið kom fyrir framan The Kop og ekki spillti það fyrir.

"Það var alveg magnað að skora í fyrsta sinn fyrir framan The Kop. Ég lék aðeins til hliðar og reyndi að hitta boltann ve. Það var gaman að skora með vinstri. Mér líður vel aftur. Það er ekki auðvelt að koma aftur eftir að hafa verið svona lengi meiddur en þolið eykst með hverjum leik."

Sem fyrr segir þá var þetta þriðja markið sem Glen Johnson skorar á þessari leiktíð. Tvö af þeim hefur hann skorað með vinstri fæti! Ekki amalegt fyrir hægri bakvörð!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan