| Grétar Magnússon

Benayoun tæpur fyrir Evrópuleikinn

Yossi Benayoun meiddist á ökkla í tapleiknum gegn Wigan á mánudagskvöldið.  Hann missti af æfingu í dag og ekki er víst að hann geti spilað gegn Lille á fimmtudagskvöldið.

Daniel Agger, sem var á bekknum gegn Wigan ætti hinsvegar að vera klár í slaginn en hann spilaði ekki vegna þess að hann var nýbúinn að ná sér af veikindum.

Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins:  ,,Við lentum í smá vandræðum með Agger.  Hann var veikur og léttist.  Við þurftum því að fara varlega en hann er að æfa núna og vonandi verður hann klár."

,,Benayoun er í vandræðum með ökklann á sér.  Við verðum að sjá til - við höfum einn dag til stefnu.  Hann æfði ekki í dag."

Einn ljós punktur kom útúr leiknum við Wigan en það var endurkoma Glen Johnson í vörnina.

Benítez sagði:  ,,Þetta var það eina jákvæða.  Við erum komnir með annan leikmann úr meiðslum.  Hann getur verið mikilvægur fyrir okkur það sem eftir er tímabilsins."

,,Það var ljóst að hann er ekki kominn í leikform en hann sýndi þó engu að síður hversu góður hann er.  Hann sótti fram og gefur okkur fleiri möguleika."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan