| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram núna um helgina. Eins og er á Liverpool ekki raunhæfa möguleika á að lenda í fyrsta sæti í því hlaupi. Nú er takmark Liverpool að ná fjórða sætinu í deildinni. Takist það yrðu stuðningsmenn Liverpool kátir eða hvað?

Nei, eiginlega ekki því markmið Liverpool er alltaf að ná fyrsta sæti og vinna titla. Evrópudeildin er nú eini raunhæfi möguleiki Liverpool til þess að fagna titli en "strákarnir okkar" geta orðið Evrópumeistarar í Austurríki núna um helgina. Áfram Liverpool og Ísland eða Ísland og Liverpool!

Fróðleiksmolar...


- Liverpool hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án taps.
 
- Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í fjórum þeirra.

- Liverpool vann fyrri leik liðanna á leiktíðinni 3:2 í Bolton.

- Ef Liverpool vinnur á morgun verður það fyrsti tvöfaldi sigur liðsins á þessu keppnistímabili.

- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
 
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tólf talsins.

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Bolton Wanderes

Vandamál Liverpool er auðvitað að skora því Fernando Torres er enn frá leik og Steven Gerrard er ekki búinn að ná sér eftir sín meiðsli. En ef Rafael Benítez sleppir því að stilla átta mönnum upp í vörn, eins og hann gerði í útileiknum við Stoke, spái ég því að Liverpool vinni nauman sigur. 

Ég á von á því að Bolton muni bæta sig og það myndi hjálpa ef þeir næðu að fá Jack Wilshere að láni frá Arsenal. Ég held að liðið muni fara að spila áferðarfallegri knattspyrnu undir stjórn Owen Coyle. Maður sér fyrir sér að hann muni breyta áherslum og láta liðið spila aðeins meiri sóknarleik. 

Úrskurður:  Liverpool v Bolton Wanderes 2:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan