| Sf. Gutt

Yossi vill Bikarinn heim!

Yossi Benayoun vill fá Bikarinn heim til Liverpool og bikarverðlaunapening í safn sitt. Hann missti af Bikarnum til Liverpool árið 2006 þegar West Ham United tapaði í magnþrungnum úrslitaleik í Cardiff. En nú er honum sama, og rúmlega það, þó Liverpool vinni F.A. bikarinn!

"Þetta er frábær keppni. Liverpool tók Bikarinn einu frá mér þegar ég spilaði með West Ham og þess vegna á ég það inni að þeir færi mér hann! Ég vona að Bikarinn vinnist á þessari leiktíð því þetta er besta bikarkeppni í heimi."

"Það er alltaf erfitt að mæta liðum úr næst efstu deild í F.A. bikarnum. Helst vill maður mæta liðum úr þeirri deild á heimavelli en ekki úti. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að sýna hvað í okkur býr og vinna keppnina."

Yossi er búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool á þessu keppnistímabili. Hann hefur verið fastamaður í liðinu og skorað sjö mörk. Aðeins Fernando Torres hefur skorað fleiri mörk.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan