| Grétar Magnússon

Vonast til að geta notað Aquilani

Rafa Benítez er vongóður um að hann muni geta notað Alberto Aquilani þegar Úlfarnir koma í heimsókn á annan dag jóla.  Ítalinn meiddist lítillega á kálfa gegn Wigan og gat ekki spilað gegn Portsmouth um síðustu helgi.

Fréttir bárust svo af því í vikunni að Aquilani myndi halda til Serbíu í legkökumeðferðina frægu en vegna óveðurs í Evrópu þá var ferðinni slegið á frest.  Aquilani var því undir eftirliti sjúkraþjálfara félagsins áfram og hann ætti að verða klár í leikinn næstkomandi laugardag.

,,Alberto var í meðferð hjá sjúkraþjálfurunum á þriðjudaginn vegna þess að hann fékk högg á kálfann en hann mun æfa í dag með liðinu og vonandi verður hann tiltækur um helgina," sagði Benítez í viðtalið við opinbera heimasíðu félagsins.

,,Við eigum tvo leiki á þremur dögum og svo bikarleik þannig að við þurfum á Alberto að halda.  Hann er gæðaleikmaður sem við þurfum, sérstaklega þar sem við verðum án Javier Mascherano."

Benítez segist einnig vera tilbúinn til að nota Steven Gerrard á miðri miðjunni í fjarveru Argentínumannsins.

,,Ég hef notað Stevie á miðjunni áður þannig að það er valmöguleiki fyrir okkur," sagði hann.  ,,Við höfum Aquilani, Spearing og Plessis þannig að við getum leyst þetta."

Þeir Albert Riera, Martin Kelly og Nabil El Zhar eru ennþá meiddir en Benítez vonast til þess að þeir verði allir komnir á ról strax á nýja árinu.

,,Riera, Nabil og Kelly eru ennþá meiddir.  Þeir eru að jafna sig en eru ekki tilbúnir enn.  Kannski verða þeir það eftir tvær vikur.  Á þessu ári höfum við glímt við of mikið af meiðslum þannig að þegar leikmenn koma til baka batnar staðan hjá okkur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan