| SSteinn

Fánadagur á Akureyri á sunnudaginn

Nú er komið að Fánadegi á Akureyri, en Liverpoolklúbburinn hefur undanfarið haldið 2 slíka á ári.  Þessir dagar hafa alltaf verið vel sóttir og verið sérlega skemmtilegir í alla staði.  Að þessu sinni verður  fánadagurinn næstkomandi sunnudag þegar Liverpool fer á Brúnna og mætir þar Chelsea í hörkuleik!.

Að venju veitir klúbburinn verðlaun fyrir best klædda eldri, og yngri stuðningsmanninn, ásamt því að standa fyrir ýmsum öðrum uppákomum.  Vakin er sérstök athygli á því, að í haust var gerður samningur við nýjan heimavöll okkar á Akureyri. Að sjálfsögðu verður fánadagurinn haldinn þar, með pompi og prakt.  Staðurinn sem um ræðir er Vegi-terian í Geislagötu (beint á móti Stjörnusól).  Við vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn og bendum mönnum á að mæta tímanlega, því búast má við fullu húsi, og rúmlega það. Húsið opnar 2 tímum fyrir leik, eða klukkan 12:00.

Stjórnarmenn klúbbsins verða á svæðinu til skrafs og ráðagerða og svara fyrirspurnum um starfsemina.  Toppmenn & Sport munu að vanda sjá um að útvega heppnum Poolurum góð verðlaun og er rétt að geta þess að meðlimir í klúbbnum fá 10% afslátt á vörum hjá þeim, gegn framvísun skírteinis.

Við hvetjum alla Akureyringa og norðanmenn sem tök hafa á, að mæta á svæðið og búa til alvöru stemmningu.  Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14:00 og nú er um að gera að finna alla fána, treyjur, húfur og trefla sem til eru og skarta sínu fegursta.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan