| Sf. Gutt

Við höfum engu að tapa!

Rafael Benítez segir að Liverpool hafi engu að tapa á Stamford Bridge í kvöld. Hann telur Liverpool eiga möguleika á að komast áfram þótt staðan sé mjög erfið eftir 3:1 tap í fyrri leiknum.

"Við höfum engu að tapa núna svo pressan er á þeim. En þeir eru með gott lið og hafa reynslu af að spila í Meistaradeildinni. Það er mikilvægt fyrir bæði lið að skora fyrsta markið í leiknum. En það skiptir auðvitað öllu fyrir okkur að ná forystu. Þetta er jú knattspyrna og það getur allt gerst í henni. Við verðum að hafa trú á að við getum gert það sem til þarf."

Liverpool þurfti að skora þrjú mörk í seinni hálfleik í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn í Istanbúl vorið 2005. í kvöld dugar Liverpool ekkert minna en þrjú mörk. Rafael var spurður út í endurkomuna í Istanbúl á blaðamannafundi í gær. Liverpool þarf nefnilega álíka endurkomu í kvöld.

"Ég er spurður út í leikinn í Istanbúl á hverjum einasta blaðamannafundi. Vissulega eru enn menn í liðinu sem léku þann leik og þeir vita hvað til þarf í endurkomu eins og þá sem við náðum þar. Vonandi ná hinir leikmennirnir líka að taka þátt í slíku og við getum upplifað enn eina magnaða kvöldstund hjá þessu félagi."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan