| Birgir Jónsson

Það er enn mikið til að spila fyrir

Rafa Benítez hvetur leikmenn sína til að einbeita sér að Úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni eftir þjáninguna á Goodison í Fa-bikarnum.

Mark Dan Gosling í lok framlengingar skildi Benítez eftir í sárum en hann sagðist þó vera stoltur af leikmönnum sínum fyrir baráttuna eftir að Lucas Leiva var rekinn af velli í seinni hálfleiknum.

Benítez sagði við Liverpool Echo: "Að spila svona lengi með 10 menn og fá á sig mark í lokin, þar sem boltinn breytir um stefnu þá verðuru að vera óánægður. Leikmennirnir lögðu svo mikið á sig og enduðu á að hafa ekki heppnina með sér. Við verðum að sætta okkur við þetta. Ég held að sjálfstraust okkar hafi ekki beðið hnekki. Leikmennirnir sýndu frábæra skapgerð og þegar þú tapar svona þá hefur það ekki áhrif á sjálfstraust liðsins. Það eru mikil vonbrigði að vera úr leik í bikarnum en nú verðum við að einbeita okkur að deildinni og Meistaradeildinni sem gefa okkur mikið til að keppa að. Þessar tvær keppnir eru stórar og við erum í mjög góðri stöðu."

Vonir Liverpool urðu minni þegar fyrirliðinn Steven Gerrard þurfi að fara af velli vegna meiðsla á aftanverðu læri eftir aðeins 16 mínútur. Miðjumaðurinn mun fara í myndatöku í dag(fimmtudag) og það er ólíklegt að hann taki þátt í útileiknum gegn Portsmouth á laugardag.

"Ég veit ekki hversu lengi Steven verður frá", sagði Benítez. "Hann var meiddur og bað um að verða tekinn af velli. Hann fer í myndatöku og við verðum að bíða og sjá.
Þegar ég tók hann út af í síðustu viku fór fólk að segja að hann ætti að spila hverja einustu mínútu. Við sjáum nú afleiðingar þess."

Benítez var greinilega óánægður með ákvörðun dómarans Alan Wiley að senda Brasilíumanninn Lucas af velli með tvö gul spjöld þegar 14 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. En hann beit þó í tunguna á sér.

"Brottreksturinn sneri leiknum en ég vel að segja ekkert. Það skiptir ekki máli."

Benítez varði einnig ákvörðun sína að taka Fernando Torres af velli fyrir Ryan Babel í framlengingunni.

"Torres var mjög þreyttur og það er ástæðan fyrir að ég tók hann út af. Hann þarf augljóslega að halda áfram að spila og æfa vegna þess að hann er ekki kominn í leikform. Hann er ekki enn kominn í fullt form."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan