| Sf. Gutt

Sjáfstraustið skiptir miklu

Það hefur oft verið sagt að sjálfstraust skipti ótrúlega miklu í gengi knattspyrnuliða.

Höfðinginn Sami Hyypia er reyndur leikmaður og veit því hvað hann syngur. Hann segir aukið sjálfstraust leikmanna Liverpool hafa verið lykilinn að stórsigri Liverpool á Newcastle United.

"Við erum ekki að gera neitt öðruvísi á æfingum og við erum að reyna að spila eins og við gerðum í byrjun leiktíðar. Sjálfstraust er mikilvægur þáttur og þegar það er mikið getur liðið leikið betur því þá vilja allir fá boltann og ég held að þetta hafi sýnt sig vel gegn Newcastle. Við náðum góðum úrslitum og spiluðum vel gegn Bolton tveimur dögum árum og það kom okkur til góða í leiknum gegn Newcastle. Við spiluðum mjög vel í þeim leik fyrir utan að fá á okkur mark rétt fyrir leikhlé en það hefðum við ekki átt að gera. En við létum það ekki á okkur fá og brugðumst við á réttan hátt með því að bæta við marki í byrjun síðari hálfleiks. Við erum í efsta sæti deildarinnar núna og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Vonandi heldur allt áfram svona."

Sami Hyypia hefur spilað mikið að undanförnu og staðið sig með sóma eins og hans er von og vísa. Hann skoraði með góðum skalla gegn Newcastle og var það annað mark hans á leiktíðinni. Reyndar hefði Sami getað skorað þrennu í leiknum!

"Það var gaman að skora mitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni. Það er bónus ef ég næ að skora því aðalhlutverk mitt felst í því að koma í veg fyrir að andstæðingarnir skori. Ég var búinn að fá nokkur færi í leikjunum á undan og því var skemmtilegt að skora eitt mark."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan