| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Aldrei þessu vant spilar Liverpool á mánudagskvöldi. Það er ekki að spyrja að kenjunum í þeim sem ákveða útsendingartíma á sjónvarpsleikjum. Það er að minnsta kosti ekki verið að hugsa um stuðningsmenn West Ham United sem gert er að fara norður til Liverpool þessa kvöldstund. Annað væri ef um bikarleik væri að ræða því þeir þurfa auðvitað stundum að vera að kvöldi til og Deildarbikarinn er alltaf leikinn að kvöldi nema úrslitaleikurinn. En líklega finnst mörgum stuðningsmönnum West Ham óþarfi að fara til Liverpool á mánudagskvöldi. En þetta er mjög einfalt nú til dags. Sjónvarpið ræður og stuðningsmenn liðanna verða að sætta sig við það. Reyndar er það sjónvarpið sem borgar stærstan hluta þeirra tekna sem félögin fá í kassann en stundum mætti kannski taka svolítið meira tillit til aðdáenda liðanna. Vonandi verða stuðningsmenn Liverpool þó kátir í leiklok!

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea. 

- Í gær eru tíu ár liðin frá því Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann kom inn sem varamaður þegar Liverpool vann 2:0 sigur á Blackburn Rovers.

- Liverpool hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli á þessu ári.

- Liverpool hefur unnið sjö heimaleiki í röð gegn Hömrunum.

- Fernando Torres skoraði þrennu þegar Liverpool vann West Ham 4:0 á Anfield Road á síðustu leiktíð. Hann skoraði þar með þrennu í öðrum heimaleiknum í röð en hann skoraði öll mörk Liverpool í 3:2 sigri á MIddlesborough í næsta deildarleik á undan.

- Gianfranco Zola stjórnar West Ham United í fyrsta sinn gegn Liverpool. Hann lék sinn síðasta leik á Englandi með Chelsea gegn Liverpool.

- Jose Reina hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum á heimavelli.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Robbie Keane hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Liverpool er nú með 33 stig eftir 14 leiki. Það er mesti stigafjöldi sem Liverpool hefur haft eftir 14 deildarleiki frá því á leiktíðinni 1990/91. Þá var Liverpool með 38 stig eftir 14 leiki. 

- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum West Ham United. Þetta er Craig Bellamy sem lék 42 leiki með Liverpool. Hann skoraði 9 mörk.

- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 5. mars 2008. Liverpool : West Ham United. 4:0. Mörk Liverpool: Fernando Torres (8., 61. og 81. mín.) og Steven Gerrard (83. mín.).

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Fulham

Ef Chelsea gerir jafntefli þá gæti Liverpool hugsanlega náð efsta sætinu með sigri. West Ham vann mjög góðan útisigur gegn Sunderland í síðustu viku og það var mjög kærkominn sigur. Það mun þó reyna verulega á liðið hans Gianfranco Zola á Anfield. Liverpool skapar jafnan mörg marktækifæri. Það lítur út fyrir að allir bestu menn liðsins verði heilir og ég á ekki von á því að West Ham fái neitt út úr þessum leik.

Úrskurður: Liverpool v West Ham United 2:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan