| Sf. Gutt

Þrír lemstraðir

Þrír leikmenn Liverpool eru lemstraðir eftir Evrópuleikinn í Madríd í gærkvöldi. Þeir Robbie Keane, Steven Gerrard og Xabi Alonso fóru allir af leikvelli. Vonir standa þó til þess að þeir verði orðnir leikfærir á sunnudaginn þegar Liverpool leikur við Chelsea. Rafael Benítez vonar það besta með heilsufarið á sínum mönnum.

"Þessir þrír eru allir svolítið stirðir. Þeir voru allir þreyttir og við skiptum inn á til að fá óþreytta menn til leiks. Við skiptum þeim af velli til að þeir myndu ekki fara verr út úr leiknum. Ég held samt að engin þeirra sé illa meiddur. Robbie er eitthvað meiddur í vöðva og læknirinn þarf að skoða hann betur. Það er allt í lagi með Steven en hann var orðinn mjög þreyttur. Xabi fór af velli vegna þess að hann fékk högg á hnéið."

Þá er að vona að allir þessir leikmenn verði orðnir góðir af skrámum sínum fyrir sunnudaginn en Liverpool þarf á öllum sínum bestu mönnum að halda í toppslagnum við Chelsea.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan