| Sf. Gutt

Álit Phil Thompson

Liverpool.is naut góðs af heimsókn Phil Thompson og fréttaritari síðunnar fékk leyfi til að birta álit hans á ýmsum málum sem tengjast Liverpool Football Club. Phil er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool allt sitt líf og hann hefur því sterkar skoðanir á öllu því sem tengist félaginu sínu. Í dag birtum við álit Phil Thompson á seinni leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

"Chelsea stendur vissulega betur að vígi en ég held að Liverpool eigi mjög góða möguleika á Stamford Bridge. Chelsea hefur yfirhöndina því liðið náði að skora útimark. Það getur þó verið erfið staða að mega gera markalaust jafntefli í seinni leiknum. Liverpool fékk að reyna þetta í seinni leiknum við Arsenal í átta liða úrslitunum. Liðin gerðu 1:1 jafntefli í London og Liverpool mátti gera jafntefli og samt myndi liðið komast áfram.

Leikmenn Liverpool komu óöryggir til leiks á Anfield Road eins og þeir vissu ekki hvort þeir ættu að sækja eða verjast. Arsenal þurfti að spila til sigurs og þeir byrjuðu miklu betur. Þeir hefðu allt eins getað verið búnir að gera út um leikinn og viðureignina í fyrri hálfleik. Ég held að Chelsea geti lent í því sama og Liverpool gegn Arsenal og hugsanlega koma þeir óöruggir til leiks. Að auki mun rimman við Manchester United um helgina hafa reynt mikið á leikmenn Chelsea og þeir verða þreyttir eftir hana. En svo er Liverpool er Liverpool! Liðið mun frá frábæran stuðning frá stuðningsmönnum sínum og það munar um þá. Ég er bjartsýnn á að Liverpool geti komist áfram."

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan