| Sf. Gutt

Allt er þegar þrennt er!

Þrennan sem Ferando Torres skoraði gegn Middlesborough á laugardaginn innsiglaði einstakt þrennumet. Aldrei áður hafa leikmenn sama liðsins skorað þrennur í fjórum mótum sem það hefur tekið þátt í á einni leiktíð. Reyndar eru þrennurnar orðnar fimm á leiktíðinni. Þótt það sé einstaklega vel af sér vikið að skora fimm þrennur þá er það langt í frá félagsmet hjá Liverpool. Flestar þrennur hjá Liverpool litu dagsins ljós leiktíðina 1895/96. Þá skoruðu leikmenn Liverpool hvorki fleiri né færri en níu þrennur! 

Sem fyrr segir þá skoraði Fernando Torres þrennu þegar Liverpool vann Middlesborough 3:2 í deildinni nú á laugardaginn. Áður var hann búinn að skora þrennu í Deildarbikarnum þegar Liverpool vann Reading 4:3. Yossi Benayoun hefur ekki látið sitt eftir liggja í þrennuskorun og hefur skorað tvær líkt og Fernando. Hann skoraði fyrst þrennu gegn Besiktas þegar Liverpool vann 8:0 sigur á tyrkneska liðinu í Meistaradeildinni. Ísraelinn skoraði svo aftur þrennu þegar Liverpool lagði Havant & Waterlooville 5:2 í F.A. bikarnum. Steven Gerrard var reyndar búinn að skora áður þrennu í F.A. bikarnum en hann skoraði Hat trick þegar Liverpool vann Luton Town 5:0. Sem sagt fimm þrennur í fjórum keppnum sem verður að teljast magnað afrek. Hér að neðan má rifja upp þessar mögnuðu þrennur

Fernando Torres fer með boltann af velli eftir leikinn gegn Reading...

Yossi Benayoun fagnar einu marka sinna gegn Besiktas...

Hér eru myndir úr leiknum...

Steven Gerrard fagnar þriðja marki sínu gegn Luton Town...

Hér eru myndir úr leiknum...

Yossi Benayoun fagnar einu marka sinna gegn Havant & Waterlooville...

Hér eru myndir úr leiknum...

Fernando Torres fer með boltann af velli eftir leikinn gegn Middlesborough...

Hér eru myndir úr leiknum...

Þess má geta að Gordon Hodgson hefur skorað flestar þrennur í sögu Liverpool eða seytján talsins.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan