| Sf. Gutt

Rafael vill vinna F.A. bikarinn í annað sinn

Rafael Benítez hefur lengi fylgst með F.A. bikarnum. Spánverjinn stýrði Liverpool til sigurs í F.A. bikarnum fyrir tveimur árum og hann endilega vill vinna þessa frægu keppni í annað sinn.

"Hjá öllum stórliðum er það mikilvægt að berjast til sigurs um hvern titil sem er í boði. Við reynum að gera þetta á hverju ári og okkur tókst að vinna þessa keppni árið 2006. Ég vissi allt um frægð F.A. bikarsins þegar ég var á Spáni. Þess vegna langar mig að vinna þennan bikar og ég held að leikmennirnir séu líka sama sinnis."

Luton Town er nú í þriðju deild séu allar atvinnumannadeildirnar taldar. Þar hefur liðið átt erfitt uppdráttar og liðið er meðal neðstu liða. Liðið hefur þó verið að braggast upp á síðkastið og liðið er erfitt heim að sækja. Rafael hefur fylgst með gengi liðsins.

"Liðið skorar vissulega ekki mikið af mörkum en það hefur verið að vinna. Í liðinu eru sterkir leikmenn svo þetta verður erfiður leikur. En við erum með nógu góða leikmenn sem hafa reynslu af bikarleikjum til að komast yfir þessa hindrun. Við unnum 5:3 þegar við spiluðum síðast við þá. Það var gríðarlega erfiður leikur því þeir settu mikla pressu á okkur. Þeir beittu mikið löngum sendingum og við fengum alltof mörg mörk á okkur. Ég held að hjartað mitt þoli ekki annan svoleiðis leik núna!"

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan