| Arnar Magnús Róbertsson

Byrjunarliðið komið!

Fjórir sérfræðingar Sky Sports voru í myndverinu í morgun og spáðu þeir eftirfarandi úrslitum í leik Liverpool og Man Utd. Sigur Liverpool: Gary McAllister og Martin Keown. Sigur United: Ruud Gullit og Ray Wilkins.

Fyrrverandi Púllarinn, Gary McAllister, telur að rótering Rafa sé ekki lykillinn að titlinum. Það hafa margir spáð því að McAllister gangi til liðs við þjálfarateymi Liverpool fyrr eða síðar en ekki er víst að Rafa telji hann heppilegan fyrir starfið því þeir eru ekki sömu skoðunar en það þarf jú endilega ekki að koma í veg fyrir samstarf þeirra á milli.

McAllister vill hafa Crouch frammi með Torres í hverjum leik. Ruud Gullit var McAllister sammála í myndverinu í morgun og segist dýrka Crouch. Skyldi þeim hafa orðið að ósk sinni í dag með "Crouchinho"?

Byrjunarlið Rafa Benítez gegn Manchester United á Anfield er komið á blað:

Reina, Arbeloa, Riise, Hyypia, Carragher, Mascherano, Gerrard, Benayoun, Kewell, Torres, Kuyt.

Bekkurinn: Itandje, Babel, Crouch, Aurelio, Lucas.


Sem sagt sá Benítez ekki ástæðu til að breyta byrjunarliðinu frá leiknum gegn Marseille og er það gleðiefni. Þetta er rosalegur leikur enda er þetta við Manchester United en einnig af því deildin er mjög jöfn, þetta er orðinn titilslagur líka.

Leikurinn er sýndur beint á Sýn2 og hefst útsending kl 13:10 en leikurinn sjálfur kl 13:30!

Þeir sem ekki sjá leikinn er bent á að fylgjast með gangi mála í upphituninni á spjallborðinu okkar.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan