| Sf. Gutt

Rafa ánægður með Lucas

Áhorfendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið í blíðunni á Goodison Park í gær þegar Rafael Benítez tók Steven Gerrard af velli og setti Lucas Leiva inn í hans stað. Stuðningsmenn Liverpool töldu Rafael þarna hafa tekið gríðarlega áhættu. En segja má að þessi leikflétta hafi gengið upp því Lucas átti stóran þátt í sigrinum. Það var bara vinstri hendin á Phil Neville kom í veg fyrir að Lucas skoraði sigurmarkið. Sigurmarkið kom svo úr vítaspyrnunni sem dæmd var á fyrirliða Everton. Rafael lagði áherslu á þátt Brasilíumannsins í sigrinum góða.

"Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og við vorum svolítið að flýta okkur með síðustu sendinguna í sóknum okkar. Þetta var ástæðan fyrir því að ég setti Lucas inn á. Hann er mjög góður leikmaður sem spilar boltanum vel.

Þegar upp var staðið þá lagði Lucas sitt af mörkum til hjálpa okkur við að vinna leikinn því það var skot frá honum sem leiddi af sér vítaspyrnuna sem færði okkur sigurmarkið."

Það má því kannski segja að þessi umdeilda skipting Rafael Benítez hafi reynst snilldarbragð. Að minnsta kosti má færa sterk rök fyrir því. Ekki satt?

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan