| HI

Everton-Liverpool, tölfræði

Liverpool hefur unnið 65 deildarleiki gegn Everton, gert 55 jafntefli og tapað 56 leikjum. Á Goodison Park hefur Liverpool unnið 28 sinnum en tapað 33 sinnum. 27 sinnum hefur orðið jafntefli.

Í síðasta leik liðanna gerðu þau markalaust jafntefli á Anfield í febrúar.

Í fyrri leik liðanna á síðasta tímabili, sem kom líka eftir landsleikjahlé, sigraði Everton 3-0 á Goodison Park. Tim Cahill skoraði fyrsta markið, og síðan Andy Johnson tvisvar.

Liverpool hefur unnið 79 af 205 leikjum liðanna í öllum keppnum. Evertno hefur unnið 64 og 61 sinni hefur orðið jafntefli.

Þetta er 177. leikur liðanna í deildinni.

Liverpool hefur fengið 16 stig í fyrstu átta leikjum deildarinnar á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins einu sinni byrjað betur á síðust 11 tímabilum. Tímabilið 2002-2003 hafði liðið 18 stig eftir átta leiki.

Liverpool hefur aðeins tapað tvisvar í síðustu níu útileikjum gegn Everton. Þarf af hafa fimm af síðustu sjö leikjum þar unnist.

Liverpool hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 15 leikjum gegn Everton heima og heiman.

Sá síðasti til að skora þrennu í grannaslagnum var Ian Rush. Hann skoraði fjögur mörk á Goodison Park í 5-0 sigri í nóvember 1982. Dixie Dean er síðasti leikmaður Everton til að skora þrennu gegn Liverpool. Hann skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri Everton í september 1931.

Í þessum leik varð Ian Rush fyrsti leikmaður Liverpool  - og hingað til sá eini - sem hefur skorað þrennu í deildinni á Goodison Park.

John Arne Riise skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool á Goodison í september 2001.

Steven Gerrard er eini leikmaðurinn sem hefur tvisvar verið rekinn útaf í leikjum þessara liða.

Sex af sjö mörkum Fernando Torres fyrir Liverpool hafa komið í síðari hálfleik.

Síðasti leikur Javier Mascherano fyrir West Ham var gegn Everton á Goodison Park á síðasta tímabili.

Þetta er í 22. skiptið sem Liverpool hefur þurft að spila á hádegi á laugardegi á síðustu 25 mánuðum.

Næsta jafntefli Liverpool verður það þúsundasta í deildarkeppninni.

Liverpool er eitt af þremur liðum sem hefur ekki tapað leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Hin tvö eru Arsenal og Blackburn Rovers.

Liverpool hefur þar að auki aðeins fengið eitt mark á sig á útivelli í deildinni. Ekkert lið í Englandi hefur gert betur en Darlington hefur einnig aðeins fengið á sig eitt mark á útivelli.

Hugsanlegt er að sex leikmenn Liverpool spili sinn fyrsta grannaslag í dag - Fernandi Torres, Andriy Voronin, Youssi Benayoun, Alvaro Arbeloa, Ryan Babel og Javier Mascherano.

Liverpool hefur aðeins einu sinni haldið hreinu í síðustu sjö deildarleikjum á Goodison Park.

Liðið hefur skorað 14 mörk í síðustu sjö deildarleikjum þar.

Aðeins einn leikmaður Liverpool hefur skorað sjálfsmark í deildarleik gegn Everton - Neil Ruddock árið 1997.

Stærsti deildarsigur beggja liða á þessum velli er 5-0. Everton vann með þessari markatölu í apríl 1909 en Liverpool í nóvember 1982.

19 leikmenn hafa fengið rauða spjaldið í þessum grannaslag, sjö frá Liverpool og 12 frá Everton. Sjö hafa fengið rauða spjaldið í síðustu níu leikjum liðanna. Af núverandi leikmönnum hafa Steven Gerrard (tvisvar), Thomas Gravesen, Phil Neville, Mikel Arteta og Andy van der Mayde fengið rauða spjaldið.

Aðeins þrír núverandi leikmenn Everton hafa skoraði gegn Liverpool - Tim Cahil og Andy Johnson hafa skorað tvosvar og Lee Carsley einu sinni.

Á síðasta tímabili varð Andy Johnson fyrsti leikmaður Everton til að skora tvisvar á Goodison Park gegn Liverpool síðan Alan Ball afrekaði það í ágúst 1966.

3-0 sigur Everton á Goodison fyrir 13 mánuðum var fyrsti leikurinn sem liðið skoraði oftar en tvisvar í deildarleik gegn Liverpool í 80 leikjum aftur til þessa leiks árið 1966.

Everton hefur aðeins einu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar lent undir gegn Liverpool en náð að vinna - það gerðist árið 1992 þegar Peter Beardsley skoraði sigurmarkið.

David Moyes hefur aðeins tvisvar unnið Liverpool í 11 tilraunum.

Everton hefur ekki skorað oftar en einu sinni í tveimur leikjum í röð á Goodison síðan árin 1994-95.

Tim Howard hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum með Everton gegn Liverpool.

Fjögur af fimm mörkum Joleon Lescott í vetur hafa verið skoruð með skalla.

James McFadden er einu marki frá sínu 50. marki á ferlinum.

Everton hefur ekki tekist að enda tímabilið í efri hluta deildarinnar tvö ár í röð frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

Everton er prúðasta lið úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili hingað til, með aðeins átta gul spjöld.

Þrír leikmenn hafa leikið alla 12 leiki Everton á þessu tímabili - Joleon Lescott, Phil Neville og Victor Anichebe.

Everton hefur aðeins fengið sjö vítaspyrnur gegn Liverpool frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Fimm hafa gefið mörk en tvær verið misnotaðar.

Markaskorarar Liverpool (deildarleikir innan sviga): 
Torres 7 (4), Voronin 4 (3), Kuyt 3 (0), Alonso 2 (2), Benayoun 2 (1), Babel 1 (1), Crouch 1 (0), Gerrard 1 (1), Hyypia 1 (0), Sissoko 1 (1), own goals 1 (1).

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan