Bill Shankly



12. júlí 1974 kom Shankly öllum knattspyrnuheiminum á óvart er hann tilkynnti að hann væri sestur í helgan stein sextugur að aldri. Hann var búinn að fá nóg að standa í eldlínunni hjá Liverpool í fimmtán ár og vildi eyða meiri tíma með fjölskyldunni. En Shankly var eins og grár köttur á æfingasvæði Liverpool eftir að hann hætti. Paisley þurfti að stimpla sig inn hjá leikmönnum sem nýji stjórinn og það var alls ekki til bóta að hafa þann gamla allt í kringum sig eins og hann hafði aldrei sagt af sér. Stjórn Liverpool tók þá umdeildu ákvörðun að meina Shankly aðgang að Melwood. Shankly fjarlægðist félagið smám saman og sagði síðar "að það hefði sviðið mest að vera ekki boðið á útileiki liðsins og að Liverpool hafi ekki yfirleitt haft meira samband við sig". En Shankly verður ætíð minnst af milli virðingu af öllum þeim sem elska Liverpool og á fyrsta heimaleik liðsins eftir jarðarför hans árið 1981 stóð á stórum borða í the Kop "Shankly lifir að eilífu" og hafa þau vísdómsorð svo sannarlega ræst.

Liverpool lék 609 leiki undir stjórn Shankly: sigrar: 319 - jafntefli: 152 - töp: 138. Shankly var aðeins einu sinni valinn framkvæmdastjóri ársins og er það með hreinum ólíkindum svo ekki sé meira sagt. Hann fékk loks heiðursviðurkenningu frá enska knattspyrnusambandinu seint og síðar meir og er hann tók við viðurkenningunni sposkur á svip, sagði hann: "Jesús Kristur! Það hefur gerst. Það tók langan tíma en sá tími er kominn", salurinn sprakk úr hlátri. Shankly var svo heiðraður af Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) veturinn 1999 og er einungis þriðji framkvæmdastjórinn sem hlýtur þennan heiður (Sir Matt Busby og Rinus Michels eru hinir tveir). Formaður FIFA sagði við það tilefni að ástæða þess að Shankly væri tekinn inn í þetta heiðurssamfélag væri sú að Shankly félli undir þá skilgreiningu sem FIFA setur "að viðkomandi hafi náð frábærum árangri í starfi sínu og hafði jafnframt jákvæð áhrif á knattspyrnu í heild sinni".


Árangur Bill Shankly:
1959-60: 3. sæti (2. deild)
1960-61: 3. sæti
1961-62: 1. sæti
1962-63: 8. sæti (1. deild) - undanúrslit í FA.
1963-64: Meistarar
1964-65: 7. sæti - FA bikarmeistarar - undanúrslit í Evrópukeppni Meistaraliða
1965-66: Meistarar
1966-67: 5. sæti - úrslit í Evrópukeppni bikarhafa
1967-68: 3. sæti
1968-69: 2. sæti
1969-70: 5. sæti
1970-71: 5. sæti - úrslit í FA bikarnum - undanúrslit í Evrópukeppni Félagsliða.
1971-72: 3. sæti
1972-73: Meistarar - UEFA Cup
1973-74: 2. sæti - FA bikarmeistarar

 

 

TIL BAKA