)

Bruno Cheyrou

Hver annar, aðra vikuna í röð. 4 mörk í 4 leikjum. Frakkinn sem var að athlægi er að sanna tilvist sína hjá Liverpool.

Eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Chelsea og var hársbreidd frá að gera slíkt hið sama gegn úlfunum, lét sig ekki muna um að setja tvö gegn Newcastle, og það síðara með skalla!

Gerard Houllier kvaðst menn ekki hafa getað lagt dóm á getu hans fyrr en núna vegna þess að hann hafi átt oft við meiðsli að stríða. Nú séu menn að sjá hinn eina sanna Cheyrou sem skoraði óvenju mikið af miðjumanni að vera í frönsku deildinni.

Allir Púllarar vissu að eitthvað hlyti að byggja í honum annars væri hann ekki keyptur til Liverpool. Þó hafa menn verið keyptir sem hafa ekki sprungið út hjá félaginu og einfaldlega verið dæmi um slæma dómgreind. Það er vonandi að Cheyrou haldi áfram að setja mark sitt á liðið og verði álitinn einn af best heppnuðu kaupum Houllier þegar til lengri tíma er litið.
TIL BAKA