)

Florent Sinama Pongolle

Annað frönsku undrabarnanna, Flo eins og hann er kallaður, hefur staðið sig framar vonum hjá Liverpool. Hann skoraði gegn Leeds og hefur ávallt sett mark sitt á leikinn er hann kemur inná. Skemmst er að minnast þegar hann lagði upp mark Kewell gegn Man Utd á Anfield og hefði jafnvel átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins.

"Ég bjóst ekki við að leika gegn Leeds, hvað þá skora svona skömmu eftir komu mína til Liverpool. Ég og Anthony le Tallec héldum að við þyrftum sex mánaða aðlögunartíma, leika með varaliðinu og þróa leik okkar en vegna allra þessa meiðsla þá var kallað í okkur."

"Framkvæmdastjórinn hefur trú á mér og hjálpað mér svo að það var frábært að geta skorað mark fyrir hann. Ég stend í þakkarskuld við hann. Þetta var eins og í draumi og ennþá betra að markið gulltryggði okkur sigurinn."

Houllier er hæstánægður með pilt: "Það var góð hugmynd að gefa Flo tækifæri. Hann er enn að þróast sem leikmaður og þessi framþróun mun eiga sér stað stig af stigi. Hann virðist vera kominn upp í næsta þrep. Hann gæti orðið jafnfljótur og Michael. Ian Rush hefur greinilega kennt honum ýmislegt."

Þess má geta að Flo og Rush eiga sama afmælisdag, tilviljun??
TIL BAKA