Rauði Herinn

Rauði herinn, tímarit Liverpoolklúbbsins á Íslandi, kom fyrst út í apríl 1994 og var þá ein vélrituð A4 blaðsíða. Síðan þá hefur blaðið smám saman farið stækkandi og nú er svo komið að það er orðið 40-48 síður að stærð í A4 broti og allt í lit.

Í blaðinu er fjallað um málefni sem tengjast Liverpool FC frá ýmsum sjónarhornum, t.d. leikmenn, titla og annað í kringum félagið, auk þess sem öðru hverju er litið um öxl og gömul afrek rifjuð upp. Þá er í auknum mæli farið að fjalla um Liverpool frá íslensku sjónarhorni, m.a. með viðtölum við núverandi og fyrrverandi leikmenn og spjalli við stuðningsmenn. Þá er einnig sagt frá stærstu viðburðum í starfi klúbbsins, svo sem ferðum á Anfield, fánadögum og árshátíðum svo eitthvað sé nefnt.

Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári:
  • september
  • desember
  • mars
  • júní

Umsjón með auglýsingum í blaðið:
TIL BAKA